
Um þennan viðburð
make-a-thek smiðja | Frumlegt prjón
Verið velkomin á litríka prjónasmiðju með Stellu Ögmundsdóttur.
Stella Ögmundsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík vorið 2024, en hún vinnur ýmsar flíkur og textílverk undir nafninu Fözz Studio.
Stella vinnur eingöngu með endurnýtt efni í sínum verkum og fær efniviðurinn oftar en ekki að ráða ferðinni í hennar sköpun. Takið því með ykkur alskonar garn og textíl sem getur orðið að líflegum og öðruvísi prjónaflíkum.
Smiðjan fer fram inni á bókasafninu í Gerðubergi. Í boði verður kaffi,te, vatn og kex.
Tilvalið er að rekja upp gamalt verkefni og nýta í nýtt á þessari smiðju!
Kíkið á Instagramsíðu Stellu til að kynnast verkum hennar betur:
https://www.instagram.com/fozzstudio/
Viðburðurinn er hluti af evrópska verkefninu make-a-thek sem styrkt er af Evrópusambandinu.
makeathek.eu
Viðburður á Facebook:
Skráning hér fyrir neðan.
Frekari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deiladarstjóri Gerðubergi
Ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is