
Þekkir þú kvikmyndatónlistina?
Í tilefni þess að Hildur Guðnadóttir vann Emmy verðlaunin fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl tók Esther þá Inga og Jóhannes í örstuttan kvikmyndatónlistarspurningaleik. Esther spilaði stutt brot úr hinum ýmsu kvikmynda- og þáttatónlistarverkum og Ingi og Jóhannes giskuðu á höfund og þátt/kvikmynd.
Horfir þú á bíómyndir og þætti? Þekkir þú muninn á Cher og Celine Dion? Þá er þessi þáttur eitthvað fyrir þig! Hver veit nema þú sért jafnvel betri en þeir Ingi og Jóhannes?
Materials