
Um þennan viðburð
Sýning | Arturs Zorģis
Velkomin á fyrstu einkasýningu Arturs Zorģis á Íslandi.
Sýningin er sumarsýning Borgarbókasafnsins í Gerðubergi og opnar formlega 12.júní kl. 16:00.
Sýningunni má lýsa sem persónulegu ferðlagi í gegnum form, skynjun og tilfinningar. Arturs býður áhorfandanum að sjá heiminn með sínum augum þar sem efni og ímyndunarafl mætast.
Á sýningunni má sjá röð portretta þar sem hvert andlit er líkast sögu og rannsókn á nærveru einstaklingsins. Einnig sýnir Arturs á sýningunni skúlptúra úr stáli og steinsteypu sem sýna hreyfingu, mýkt og óvænta nánd þrátt fyrir harðan efniviðinn.
Ferðalaginu lýkur með leikandi undirtóni í röð málverka sem listamaðurinn kallar Morphosis. Verkin taka hversdagslega hluti, líkamsparta og óhlutbundin form og endurskapa þau í gegnum súrrealíska, umbreytandi sýn. Hér kannar hann spurninguna „hvað ef?“ – raskar mörkum, umbreytir samhengi og býður upp á nýja sýn á hið kunnuglega.
Um listamanninn:
Arturs Zorgis er myndlistarmaður frá Lettlandi sem býr og starfar í Reykjavík. Í verkum sínum leggur Arturs áherslu á sjálfbærni og gefur þannig hlutum og efni nýtt hlutverk í verkum sínum þar sem sköpunargleði og notagildi mætast.
Arturs starfar sem leikmyndasmiður hjá Þjóðleikhúsinu en rekur einnig vinnustofuna, ARTTU design. Arturs hefur jafnframt þróað og selt eigin hönnunarlínur hjá merkinu STEINIdesign.
Arturs Zorgis hefur stundað nám við Listaskólann Ventspils, Sköpunarhús Ventspils og Myndlistarskóla Janis Rozentāls í Riga. Árið 2011 tók hann þátt í IDEAlaboratories Comenius-verkefninu í Eistlandi og Finnlandi.
Arturs hefur sýnt verk sín í galleríum og listarýmum víðs vegar um Lettland og tekið þátt í tískusýningum bæði þar og á Íslandi. Sýning Arturs í Borgarbókasafninu Gerðubergi er fyrsta einkasýning hans á Íslandi.
Síða Arturs á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með ferli hans:
https://www.facebook.com/arttuartdesign
Nánari upplýsingar veita:
Arturs Zorģis, myndlistarmaður.
arturszorgis@gmail.com
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafninu Gerðubergi.
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s, 4116173