Bókaklúbbur í poka

Hvernig virkar þetta?

Hver poki inniheldur:

  • Sex númeruð eintök af bók sem listrænn stjórnandi (sjá neðar) hefur valið
  • Ávarp frá listrænum stjórnanda
  • Umræðukveikjur í formi spilastokks (það má líka spila með honum!)
  • Mappa með aukaefni (bókaklúbbum er frjálst að bæta við ef tilefni þykir til!)
  • Leiðbeiningar til Bókaklúbbsstjóra (það er notandinn sem er ábyrgur fyrir útláninu)
  • Upplýsingar um höfund og baksvið verksins
  • Spjaldskrá (sem er líka hálfgerð gestabók, bókaklúbbar gefa einkunn)

 

Hvað er listrænn stjórnandi?

Listrænn stjórnandi er aðili eða stofnun (rithöfundar, listafólk, fræðafólk) sem Borgarbókasafnið hefur fengið til að velja bók í pokann. Listrænn stjórnandi ber ábyrgð á vali bókarinnar og skrifar stutt ávarp til klúbbsins, sem fylgir með í pokanum, þar sem hann segir frá vali sínu. Það er upplagt að hefja bókaklúbbinn með því að lesa ávarpið upphátt fyrir viðstadda. 

Dæmi um listræna stjórnendur hingað til eru:

  • Auður Ava Ólafsdóttir: Fuglarnir, eftir Tarjei Vesaas
  • Þórarinn Eldjárn: Baróninn, eftir Þórarin Eldjárn
  • Félag Sameinuðu þjóðanna: Litla land, eftir Gaël Faye
  • Kvenréttindafélag Íslands: Stúlka, kona, annað; eftir Bernardine Evaristo