Fjallabak
Fjallabak

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Leikhúskaffi | Fjallabak

Þriðjudagur 4. mars 2025

Leikhúskaffið er skemmtilegur viðburður fyrir öll sem hafa áhuga á leikhúsi og hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Valur Freyr Einarson leikstjóri segir frá sýningunni Fjallabak. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.

Fjallabak verður frumsýnt þann 28. mars næstkomandi. Eins og Rómeó og Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda um allan heim. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir sögunni.

Gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna. Hjólastólaaðgengi er á viðburðinum. Öll eru hjartanlega velkomin!

 

Um sýninguna:

Fjallabak - ástarsaga fyrir okkar tíma

Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldra. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra.

Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson fær til liðs við sig tvo af fremstu leikurum Borgarleikhússins í hlutverk Ennis og Jacks auk þess sem lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar.

Viðburðurinn á Facebook
Leikritið á vef Borgarleikhússins
 

Nánari upplýsingar veita:

Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Emelía Antonsdóttir Crivello
emelia@borgarleikhus.is | 568 5500

Bækur og annað efni