Um þennan viðburð
Lestrargengið í 112 | Hjálparsagnir hjartans eftir Péter Esterházy
Langar þig að vera með í leshringnum okkar?
Lestrargengið í 112 kemur saman einu sinni í mánuði til að spjalla og spekúlera í bókmenntum af ýmsum toga eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda.
Markmiðið er að skapa vettvang til að ræða og skiptast á skoðunum um bókmenntir og eiga saman notalega stund á bókasafninu.
Við hittumst á Borgarbókasafninu Spönginni, síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:30 – 17:30.
Í marsmánuði lesum við og ræðum bókina Hjálparsagnir hjartans eftir ungverska rithöfundinn Péter Esterházy í þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur. Um er að ræða framúrstefnulega bók þar sem sonur lýsir síðustu dögum móður sinnar og útför hennar. Þegar líður á frásögnina snýst sjónarhornið við, rödd móðurinnar vaknar og hún tekur við að syrgja son sinn. Eflaust krefjandi lestur sem spennandi er að takast á við og ræða um í góðum hópi. Jóna Dóra hefur verið tilnefnd við Íslensku þýðingarverðlaunanna 2025 fyrir þýðingu sína á þessu verki.
Leslistinn fyrir næstu skipti:
29. apríl
Kjörbúðarkonan eftir Sayaka Murata í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur
27. maí
Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Leshringurinn á Facebook
Sjá yfirlit yfir alla leshringi Borgarbókasafnsins
Skráning og nánari upplýsingar:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115