Á mynd eru: Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir, Ásdís Birna Gylfadóttir, Vena Naskrecka, Pétur Magnússon, Juan Camilo Roman Estrada, Achola Otieno, April Dobbins, Elizabeth Lay, Jelena Bjeletic með Halldóru Móu.
Frá vinstri: Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir, Ásdís Birna Gylfadóttir, Vena Naskrecka, Pétur Magnússon, Juan Camilo Roman Estrada, Achola Otieno, April Dobbins, Elizabeth Lay, Jelena Bjeletic með Halldóru Móu.

Viðtal | Fólk framtíðar í Samfélaginu

Samtarfsaðilar Framtíðarfestivalsins hittu Pétur Magnússon, umsjónarmann útvarpsþáttarins Samfélagið á Rás 1, og sögðu frá sinni framtíðarsýn og með hvaða hætti þau munu leggja til Framtíðarfestivalsins. Úr samstarfi Samfélagsins og Borgarbókasafnsins varð viðtalaröð sem fór í loftið 14. janúar 2025. Við mælum með að leggja við hlustir, því hér má heyra fjölbreyttar raddir lýsa einstökum framtíðarmöguleikum sem unnið var með á Framtíðarfestivalinu 25. janúar 2025. 

Hvernig er framtíðin í okkar huga? Er hún línuleg eða hringlaga? Fyrir framan okkur eða til hliðar? Kannski er hún frekar eins blóm? Kynnst framtíðarhugsuðunum nánar í spennandi viðtölum við Pétur.  

interview on samelagid

Viðtalsröð Samfélagsins 

1. Martyna Karolina Daniel og Dögg Sigmarsdóttir um Framtíðarfestivalið - 22:45 
2. Juan Camilo Estrada um forvera framtíðar og tímann - 00:45 
3. Aron Daði Þórisson frá Myndarsögum um framtíðar-borgir, -von og gervigreind- 42:13 
4. Gamithra Marga and Aþena Ýr Ingimundardóttir um siðferði gervigreindar og forgangsröðun gilda - 09:04 
5. Daria Testo um tedrykkur og  þjóðstöður sem tengja okkur við vistkerfi og menningu til framtíðar - 35:17
6. Ásdís Birna Gylfadóttir og Maríanna Dúfa Sævarsdóttur um samfélagslistir og velferð og táknin sem við notum fyrir framtíðina - 27:48
7.  Marie Veselá um hvernig klippimyndir hjálpa okkur að skapa ímyndaðan framtíðarheim - 29:53
8. James Tomasino fjallar um Sólarpönk og samfélög þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi hvert við annað  - 02:38
9. Jelena Bjeletic og Halldóra Móa fjalla um samkennd og hvernig listsköpun barna getur hjálpað okkur að hugsa og taka ákvarðanir um framtíðina - 23:10
10. Armando Garcia ræðir samskipti minnihlutahópa og lögreglu í framtíðnni - 40:47
11. Marjolein Overtoom ræðir framtíðarheimili - 27:45 
12. Vena Naskrecka ræðir réttindi fatlaðs fólks og innbyrgðis tengsl þeirra við réttindi náttúrunnar - 02:41 
13. Achola Otieno, April Dobbins, og Elizabeth Lay ræða nýlenduhyggju og nærandi samfélag í kringum mat - 29:20
14. Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Daniel gera upp framtíðina eins og hún birtist á Framtíðarfestivalinu - 02:41

Á mynd fyrir ofan: Daria Testo með Pétri Magnússyni umsjónarmanni Samfélagsins á Rás1.