Leiðbeinendur

Listakonan Lóa Hjálmtýsdóttir heillaðist snemma af myndasögunni sem frásagnarformi og byrjaði ung að teikna og skrifa. Hana óraði þó ekki fyrir að hún ætti eftir að leggja myndlistina fyrir sig og verða þekktur myndasöguhöfundur seinna meir. 
Hvað var það við myndsöguformið sem heillaði Lóu? 

Fyrst voru það litirnir, teikningarnar og húmorinn. Eftir því sem á leið þá fannst mér alltaf merkilegra og merkilegra hvað þetta er margslungið frásagnarform. Þú getur sagt svo margt í einu. Textinn segir eitt, teikningin annað og samsetningin er svo þriðja röddin og ofan á það bætist við það sem gerist á milli rammanna.