Hinsegin prentfélagið | 13-18 ára
Ert þú skapandi hinsegin ungmenni?
Hinsegin prentfélagið er klúbbur fyrir 13 – 18 ára ungmenni sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleikann á einhvern hátt. Hópurinn prófar sig áfram með ýmiss konar listsköpun tengda prenti á borð við ljósritunarlistaverk, skapandi skrif, plakatagerð og prent með blandaðri tækni. Í lok klúbbastarfsins í vor gefur hópurinn saman út sjálfstæða útgáfu í samstarfi við leiðbeinendur og hönnuð.
Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg og takmarkaður fjöldi plássa í boði.
Leiðbeinendur eru Agnes Ársæls (hún/hán) og Bára Bjarnadóttir (hún), sérfræðingur á Borgarbókasafninu. Bæði eru myndlistarmenn með reynslu úr frístundastarfi og hafa haldið fjölda listasmiðja fyrir þátttakendur á breiðu aldursbili. Agnes og Bára eru hluti af listamannasamsteypunni Ræktin sem gaf út málgagnið Hlust, á listahátíðinni Sequences X.
Hönnuður verkefnisins er Adam Flint (hann). Hann vinnur með samspil þátttökulistar og hönnunar og hefur reynslu af sýningarhönnun fyrir fjölmörg söfn og menningarstofnanir. Adam hefur kennt við Listaháskóla Íslands síðan haustið 2022.
Við hittumst hvern mánudag frá 18. mars frá kl. 16:30-18:00.
Hinsegin prentfélagið hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði.
Nánari upplýsingar veitir:
Bára Bjarnadóttir, sérfræðingur
bara.bjarnadottir@reykjavik.is | 411-6138