Anime I Klúbbar

Anime klúbbur í Grófinni fyrir 9-12 ára I Einn miðvikudag í mánuði kl. 15:30-17:00.  Byrjum aftur eftir sumarið þann 11. september 2024.

Anime klúbbur í Grófinni fyrir 13-16 ára I Alla fimmtudaga 16:30-18:00. Byrjum aftur eftir sumarfrí 29. ágúst 2024

Langar þig að teikna, spila, spjalla, föndra, horfa á þætti, glugga í bækur eða bara "tjilla" með krökkunum? Þá er Anime klúbburinn eitthvað fyrir þig! Anime klúbburinn hefur verið starfræktur frá því í byrjun árs 2021 og fjölmargir krakkar meðlimir.

Klúbburinn fyrir 9-12 ára:  Opnað verður fyrir skráningar 14. ágúst.  Skráning fyrir 9-12 er á sumar.vala.is

Klúbburinn fyrir 13-16 ára:  Skráning: Sjá skráningarform að neðan eða sendið tölvupóst á holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is 
Þátttaka er ókeypis. Í söfnunum er veglegt safn af Anime bókum sem hægt er að fá að láni og börn og ungmenni undir 18 ára aldri fá frítt bókasafnskort

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | s. 868 1851

Animeklúbburinn er í samstarfi við Íslenska Myndasögusamfélagið.

Verkefnið hefur hlotið styrki frá Barnamenningarsjóði, Hverfasjóði Reykjavíkurborgar, Bókasafnssjóði og Landsvirkjun.

Anime peysa Anime klúbbur Borgarbókasafnið

Fimmta hæðin í Grófinni

Á fimmtu hæðinni er veglegt safn af Anime bókum en einnig er þar að finna tónlistarverkstæði sem er tilvalið fyrir þau sem hafa áhuga á tónlist og myndvinnslu. Verkstæðið er fullbúið iMac tölvum og midi hljómborðum, með fjöldann allan af tónlistarforritum svo það er bæði hægt að semja tónlist og taka upp.  Einnig forrit fyrir þá sem hafa áhuga á margmiðlun, er aðgangur að Adobe Creative Suite og Final Cut Pro fyrir margskonar myndvinnslu og hönnun.

Sjá nánar um Tónlistar- og myndvinnsluver í Grófinni

Viltu vera með? Skráðu þig hér!