Mýrin - Alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík

Borgarbókasafnið á fulltrúa í stjórn Mýrarinnar, alþjóðlegrar barnabókmenntahátíðar sem haldin hefur verið svo til annað hvert ár í Norræna húsinu frá 2001. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og höfðar bæði til barna og fullorðinna, leikmanna og fræðimanna sem hafa áhuga á bókmenntum og bókmenntatengdum viðfangsefnum.

Mýrarhátíðarnar byggja á fjölbreyttri dagskrá með þátttöku höfunda og fræðimanna, innlendra og erlendra. Meðal atriða má nefna:

  • upplestrar og kynningar í Norrræna húsinu
  • fyrirlestrar höfunda og höfundaspjall
  • pallborðsumræður og fyrirlestrar bókmenntafræðinga
  • sýningar og vinnustofur
  • önnur menningardagskrá í samræmi við þema hverju sinni

Félagið sem stendur að hátíðinni heitir Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð og eftirtaldar stofnanir og samtök mynda félagið: IBBY á Íslandi,  SÍUNG (Samtök barna- og unglingabókahöfunda) Rithöfundasamband Íslands, Háskóli Íslands, Borgarbókasafnið og Norræna húsið.

Næsta hátíð fer fram árið 2020. Fylgist með á myrin.is og á Facebooksíðu hátíðarinnar.