Fræðsla í boði fyrir 3-7 ára

Fræðsla fyrir 3-7 ára

Í menningarhúsunum bjóða barnabókaverðir upp á skemmtilega og fræðandi dagskrá fyrir leikskólabörn og yngstu börn grunnskóla. Hvert hús og hvert hverfi hefur sinn sjarma svo það er um að gera að kynna sér hvað er í boði á hverjum stað. Það er til dæmis tilvalið að koma í sögustund og kíkja á sýningu í leiðinni. Þeir sem koma lengra að geta tekið nestið með sér og óskað eftir því að snæða það á staðnum. Við leggjum áherslu á að kynna börnunum heim bókasafnsins, kenna þeim á safnkostinn og gerum okkar besta til að gera heimsóknina að jákvæðri og notalegri upplifun.

Zeta er lítil bókavera sem býr á safninu. Í fyrstu sögustund vetrarins fá börnin að heyra söguna af því hvernig Zeta varð til og rataði í Borgarbókasafnið. Hún veit allt um bókasafnið og kennir börnunum að fara vel með bækur. Zeta veit ekkert skemmtilegra en að hlusta á góðar sögur og bíður því spennt eftir því þegar börnin koma í sögustund. Þegar börnin koma til að heyra sögu tekur Zeta ávalt á móti þeim, hlustar með þeim á söguna sem barnabókaverðirnir bjóða upp á hverju sinni og kveður með smá glaðningi.

Kynnið ykkur framboðið hér á síðunni og bókið heimsókn með því að:
- senda tölvupóst á fraedsla@borgarbokasafn.is
- hringja á staðinn sem ykkur langar að heimsækja.

Verkefnastjóri barnastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is