Sögustundir

Á bókasöfnunum bjóða barnabókaverðir upp á fjölbreytt úrval sögustunda sem bæði fræða og gefa börnunum notalega stund þar sem þau fá að kynnast ævintýraheimi bókanna. 
Hvert hús og hvert hverfi hefur sinn sjarma svo það er um að gera að kynna sér hvað er í boði á hverjum stað. Það er til dæmis tilvalið að koma í sögustund og kíkja á sýningu í leiðinni. Þeir sem koma lengra að geta tekið nestið með sér og óskað eftir því að snæða það á staðnum. Við leggjum áherslu á að kynna börnunum heim bókasafnsins, kenna þeim á safnkostinn og gerum okkar besta til að gera heimsóknina að jákvæðri og notalegri upplifun.

Kynnið ykkur framboðið í rauða boxinu og bókið heimsókn.

Fáið frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á fraedsla@borgarbokasafn.is  eða hringja á söfnin.
Verkefnastjóri barna- og unglingastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is