Siljan | Myndbandasamkeppni
Hvað er Siljan?
Myndbandakeppnin Siljan er haldin á hverju ári. Barnabókasetur Íslands stendur að verkefninu í samstarfi við Borgarbókasafnið og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins en keppnin er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og mega bæði einstaklingar eða hópar senda inn myndband hvort sem það er unnið í eða utan skólans.
Markmiðið er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri með því að beina sjónum þeirra að nýjum barnabókum og gera krakkana sjálfa að jákvæðum lestrarfyrirmyndum.
Þátttakendur búa til um 2 mínútna myndband með umfjöllun um barna- /unglingabók gefin út á íslensku síðustu tvö ár. Myndbandið er sett á netið (til dæmis Youtube) og slóðin send á barnabokasetur@unak.is - ásamt upplýsingum um nafn, bekk og skóla höfunda myndbandsins.
Vegleg verðlaun fyrir vinningsmyndbönd úr báðum flokkum.
Siljan 2024
Opnað var fyrir innsendingar á myndböndum 12. febrúar á barnabokasetur.is og vegna þónokkurra fyrirspurna hefur verið ákveðið að framlengja skilafrestinn um viku til 7. maí. Í byrjun maí mun dómnefnd fara yfir myndböndin og velja hvaða myndbönd lenda í þremur fyrstu sætunum í hvorum flokki. Úrslitin verða kynnt um miðjan maí.
Veggspjald
Veggspjald fyrir samkeppni Siljunnar verður sent með veggspjaldinu Bókaverðlaun barnanna og lestarhvetjandi veggspjald IBBY í almennings- og skólabókasöfn um allt land í byrjun febrúar á kostnað viðtakanda. Hægt er að panta sendingu með því að senda póst á ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is eða sækja hér PDF útgáfu af veggspjaldinu.
Verðlaunahafar fyrri ára
Hér má sjá myndbönd verðlaunahafa 2024
Hér má sjá myndbönd verðlaunahafa 2023
Hér má sjá myndbönd verðlaunahafa 2022.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 411-6146