Siljan 2024 Borgarbókasafnið
Siljan 2024 Borgarbókasafnið

Verðlaunahafar Siljunnar 2024

Börn úr Smáraskóla, Brekkuskóla og Hvassaleitisskóla sigurvegarar Siljunnar 2024

Borgarbókasafnið í samstarfi við Barnabókasetur Íslands standa saman að myndbandasamkeppninni Siljunni. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og senda börnin inn um tveggja mínútna stiklu um barna- eða unglingabók gefna út á íslensku síðustu tvö ár.

Verðlaunin fyrir 1. sætið í yngri flokki voru að þau sem stóðu að myndbandinu fengu að velja bækur á íslensku að andvirði 50.000 kr fyrir skólabókasafnið sitt í samstarfi við starfsmann skólabókasafnsins.
Börnin í 1. sætinu fengu að auki bókagjöf frá bókaútgáfunni Drápu, bókina Læk eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Gunnar Helgason.

Sigurvegarar í yngri flokki voru þær Mariama Kristín Sörudóttir Conte, Ólöf Margrét Marvinsdóttir, Birta Guðrún Jónsdóttir, Lilja María Sigþórsdóttir, Emilía Ólöf Jónsdóttir, Sóley María Jóhannsdóttir, Gígja Aðalsteinsdóttir, Sara Mist Orradóttir í 7. bekk í Smáraskóla.

Vinningshafar í yngri flokki í Siljunni 2024

Verðlaunin fyrir 1. sætið í eldri flokki voru að þau sem stóðu að myndbandinu fengu að velja bækur á íslensku að andvirði 50.000 kr fyrir skólabókasafnið sitt í samstarfi við starfsmann skólabókasafnsins.
Unglingarnarir í 1. sætinu fengu að auki bókagjöf frá Forlaginu, bókina Hrím eftir Hildi Knútsdóttur.

Sigurvegarar í eldri flokki voru þau Anton Dagur Björgvinsson, Anton Bjarni Bjarkason, Birkir Kári Helgason, Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir, Katrín Karlinna Sigmundsdóttir og Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir.

Vinningshafar í eldri flokki í Siljunni 2024
Myndböndin komu allsstaðar að af landinu og voru þau fjölbreytt og skemmtileg. 

Verðlaunasæti í yngri flokki, 5.-7. bekkur

1. sæti. Orri Óstöðvandi: Draumur Möggu Messi I  7. bekkur Smáraskóli
 

 Mariama Kristín Sörudóttir Conte, Ólöf Margrét Marvinsdóttir, Birta Guðrún Jónsdóttir, Lilja María Sigþórsdóttir, Emilía Ólöf Jónsdóttir, Sóley María Jóhannsdóttir, Gígja Aðalsteinsdóttir, Sara Mist Orradóttir

2. sæti. Stelpur stranglega bannaðar  I 7. bekkur, Smáraskóli

 Dagný Guðmundsdóttir, Freyja Bjarnadóttir, Alexandra Líf Birnudóttir og Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir

3. sæti: Mömmuskipti I 5. bekkur Hvassaleitisskóli 

 

Dalrós, Hrafntinna og Norma

 

Verðlaunasæti í eldri flokki, 8-10. bekkur

1. sæti: Drengurinn með ljáinn I 10. bekkur Brekkuskóli 

 

Anton Dagur Björgvinsson, Anton Bjarni Bjarkason, Birkir Kári Helgason, Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir, Katrín Karlinna Sigmundsdóttir og Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir

 

Flokkur
Merki
UppfærtFimmtudagur, 13. júní, 2024 14:20