Krakkanám | Lestraraðstoð fyrir nemendur í Fellaskóla

Fjölskyldumiðstöðin og Borgarbókasafnið Gerðubergi bjóða upp á lestraraðstoð fyrir börn í 4., 5. og 6. bekk Fellaskóla undir yfirskriftinni Krakkanám þar sem sjálfboðaliðar aðstoða börnin við heimalesturinn.  

Heimanámsaðstoðin fer fram á bókasafninu alla mánudaga kl. 13:30-15:00

Tilgangur verkefnisins er að efla læsi og valdefla börnin. Hver og einn nemandi fær persónulega aðstoð frá sjálfboðaliða sem hlustar á þau lesa, leiðréttir framburð, spjallar um textann og útskýrir orðin. Lesnir eru textar sem kennarar barnanna hafa sett fyrir í heimanámi dagsins. Einnig er veitt aðstoð í öðrum fögum, svo sem stærðfræði, sé þess óskað.  

Nemendur í 4., 5. og 6. bekkjum Fellaskóla geta sótt um að vera með í Krakkanámi með því að hafa samband við umsjónarkennara. Fjöldi nemenda í Krakkanámi er háður fjölda sjálfboðaliða á hverjum tíma.  

 

Langar þig að gerast sjálfboðaliði?

Öll sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar er bent á að hafa samband við Marisku Kappert verkefnastjóra hjá Fjölskyldumiðstöðinni.  

Nánari upplýsingar veita: 

Natalie Julia Colceriu, sérfræðingur á Borgarbókasafninu Gerðubergi 
nataliejc@reykjavik.is | 411 6170 

Mariska Kappert, verkefnastjóri í Fjölskyldumiðstöðinni Gerðubergi 
mariska.kappert@reykjavik.is | 411 2727