LESTRAR-HAKK | Skapandi lestur

Að finna gleðina í að lesa!

Lestrar-hakk | Skapandi lestur er ókeypis námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 12 - 16 ára sem langar að bæta sig í lestri og lesskilningi.

Við tökum enn við þátttakendum - skráning hér til hliðar!

Námskeiðið byggir á áhugamálum þátttakenda. Hægt er að semja söng- eða rapptexta, gera teiknimyndasögu, myndband eða hlaðvarpsþátt, hanna í myndvinnsluforriti, skrifa leikrit eða hvað sem er sem börnin hafa áhuga á að gera. Frábærir kennarar styðja við hvern einstakling sem sækir námskeiðið. 

Hverjir kenna á námskeiðinu? Upplýsingar væntanlegar.

Hist er alla þriðjudaga í Gerðubergi. Námskeiðið stendur til júní. Öll eru velkomin óháð bakgrunni og móðurmáli, við tökum vel á móti hverjum og einum!

Hvar: Borgarbókasafninu Gerðubergi, Breiðholti, Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaga kl. 16 – 18

Upplýsingar um námskeiðið á ensku hér til hliðar.

Verkefnið hlaut styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála en að því standa Dósaverksmiðjan (e.The Tin Can Factory) og Borgarbókasafnið Gerðubergi