Fjölskyldumorgnar
Fjölskyldumorgnar eru notalegar stundir þar sem þeim sem eru með ung börn gefst tækifæri á að hittast, leika, lesa og syngja saman með ungviði sínu og skiptast á sögum um lífið, tilveruna og auðvitað börnin. Stundum er boðið upp á fræðsluerindi um börn og uppeldi en einnig á bókasafnið mikið af forvitnilegum og fræðandi bókum og tímaritum tengdu efninu sem hægt er að glugga í á staðnum eða fá lánað heim ef þú átt bókasafnskort.
Auðvitað er líka mikið úrval af barnabókum!
Stundirnar eru hugsaðar fyrir fjölskyldur með ungabörn og börn á leikskólaaldri.
Góð skiptiaðstaða er á öllum söfnunum og alltaf heitt á könnunni.
Fjölskyldumorgnarnir eru í Grófinni, Gerðubergi og Úlfarsárdal, einu sinni í viku á hverju safni. Hér fyrir neðan má lesa nánar um stundirnar.
Fjölskyldumorgnar | Krílastundir í Grófinni
Alla fimmtudaga kl. 10:30 – 11:30.
Í boði allt árið um kring!
Notalegar samverstundir með yngstu börnunum þar sem við leikum, lesum og spjöllum saman. Klukkan 11 býður starfsmaður upp á söngstund fyrir börnin.
Staðsetning: 2.hæð - barnadeild
Fjölskyldumorgnar | Krúttleg stund í Krílahorninu Úlfarsárdal
Alla þriðjudaga kl. 10:30 – 11:30.
Við tökum sumarfrí frá júní - ágúst.
Fjölskyldumorgnarnir í Krílahorninu eru óformlegar samverustundir með yngstu kynslóðinni þar sem börnin una við leik og fullorðna fólkið spjallar um daginn og veginn. Krílahornið er svæði í stöðugri þróun og tökum við gjarnan við hugmyndum um það hvernig við getum gert enn betur.
Hægt er að hita pela á bókasafninu.