Barnadeildin í Kringlunni

Barnadeildin í Borgarbókasafninu í Kringlunni býður börn á öllum aldri velkomin. Ásamt því að búa yfir miklu úrvali af bókum, hljóðbókum, bíómyndum og tónlist fyrir börn hefur barnadeildin ýmislegt fleira spennandi að bjóða yngstu gestunum; þroskaleikföng, tuskudýr, liti og litabækur ásamt spilum, sem bæði má fá lánuð með sér heim og spila á safninu. 

Aðstaða til að lesa og leika sér er góð og á snyrtingunni er einnig góð aðstaða til að skipta á yngstu börnunum. 

Safnið býður bæði upp á sögustundir og safnkynningar fyrir hópa. 

Reglulega er boðið upp á ókeypis viðburði af ýmsum toga fyrir börn. Finnst þér gaman að spreyta þig á spurningaleikjum? Þrautir, ratleikir og getraunir eru reglulega í gangi í barnadeildinni og þar er hægt að vinna til flottra verðlauna!

Ekki má gleyma foreldrunum! Á meðan börnin leika sér geta foreldrar kynnt sér úrval safnsins af spennandi bókum, blöðum, tónlist og bíómyndum - og hér er alltaf heitt á könnunni. 

 

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 30. september, 2022 10:14