Barnadeildin í Gerðubergi

Í Gerðubergi er fallegt og rúmgott rými fyrir barnafjölskyldur þar sem gott er að njóta samveru, lesa og leika saman.  

Mikið úrval af barnabókum í boði, bæði á íslensku og á erlendum tungumálum.  Börn með annað móðurmál en íslensku og tvítyngd börn á öllum aldri eru sérstaklega velkomin!  

Hér er yfirlit þeirra tungumála sem finna má í barnadeild bókasafnsins í Gerðubergi.

Á safninu er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyldur og safnkynningar fyrir hópa. 

Aðstöðu til að skipta á ungabörnum má finna á snyrtingu á neðri hæð. 

Flokkur
UppfærtMánudagur, 13. nóvember, 2023 13:06