Um þennan viðburð
Jazz í hádeginu I Sálarstöðin
Borgarbókasafnið Grófinni – fim. 28. september kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Gerðubergi - fös. 29. september (ath inni á Bókasafninu) kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Spönginni - lau. 30. september kl. 13:15-14:00
Bjarni Már er sjálfstætt starfandi tónlistarmaður sem komið hefur fram á mörgum af helstu jazz tónleikastöðum og viðburðum á Íslandi og Norðurlöndunum ásamt framúrskarandi tónlistarfólki af bæði íslensku og Norrænu jasssenunni. Bjarni hefur hlotið lof fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar og hefur verið kynntur sem rísandi stjarna innan Íslenska Jazzins.
Bjarni Már Ingólfsson og Leifur Gunnarsson koma saman í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu og spila lög eftir saxófón leikarann Hank Mobley en plata hans Soulstation var gefin út 1960 af Blue Note útgáfunni.
Bjarni Már Ingólfsson – Gítar
Leifur Gunnarsson - Kontrabassa
Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar en Jazz í hádeginu er tónleikaröð sem hefur fest sig í sessi á Borgarbókasafninu. Markmið hennar er að færa jazztónlistina út í hverfi borgarinnar svo fólk geti notið hennar í nærumhverfinu.
Leifur Gunnarsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2009 og Bmus gráðu í kontrabassaleik frá Ritmíska konservatoríinu í Kaupmannahöfn 2013. Hann hefur verið virkur í tónlistarlífinu og þá ekki síst jazzsenu borgarinnar, m.a. með skipulagningu og framkvæmd Jazzhátíðar Reykjavíkur og verkefninu Yngstu hlustendurnir þar sem jazztónlist er miðlað til barna og fjölskyldna þeirra.
Frítt er inn á tónleikana og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar veita:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | s. 868 1851