Jazz í hádeginu Borgarbókasafnið Miles Davis Leifur Gunnarsson Mikael Máni
Lunchtime Jazz Miles Davis by Mikael Máni

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

Jazz í hádeginu I Miles á 10 strengi

Fimmtudagur 9. september 2021

Tónleikaröðin vinsæla, Jazz í hádeginu, hefur göngu sína á ný í haust!

Borgarbókasafnið Grófinni 9. sept kl. 12.15-13.00
Borgarbókasafnið Gerðubergi 10. sept kl. 12.15-13.00
Borgarbókasafnið Spönginni 11. sept  kl. 13.15-14.00

Að þessu sinni ætla þeir Mikael Máni Ásmundsson og Leifur Gunnarsson að koma fram með efnisskrá tileinkaða goðsögninni Miles Davis.

Gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson lauk námi við einn virtasta
tónlistarháskóla heims í jazz tónlist, Conservatorium van Amsterdam
í júní 2018. Þar útskrifaðist hann með hæstu einkunn af
í sínum árgangi. Mikael lærði undir handleiðslu
jazzgítarleikarans Jesse van Ruller sem er með þekktari og virtari
jazzgítarleikurum Evrópu. Hann stundaði nám við FÍH þaðan sem
hann útskrifaðist árið 2014, aðeins 18 ára gamall, undir leiðsögn
Hilmars Jenssonar og Sigurðar Flosasonar. Hann er nú í fullu starfi sem
tónlistarmaður og er á listamannalaunum sem flytjandi og tónskáld í
6 mánuði. Sjá nánar um Mikael 
 

Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar. Sjá nánar um Leif


Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Nánari upplýsingar

Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com
Hólmfríður Ólafsdóttir, Verkefnastjóri

holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is