korinn

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

AFLÝST Café Lingua | Heimsins jól

Laugardagur 5. desember 2020

Skapast hefur sú skemmtilega hefð að koma saman fyrir jólin og syngja saman með Multíkúltíkórnum og slá þannig botninn í haustdagskrá Café Lingua. Margrét Pálsdóttir mun að venju leiða kórinn og hvetja gesti til að taka undir sönginn. Gestir fá textablöð í hendur og er boðið að syngja með á arabísku, dönsku, ensku, frönsku, íslensku, króatísku, lúganda, norsku, portúgölsku, pólsku, serbnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tagalog, þýsku og jafnvel fleiri málum. Ársæll Másson leikur með á gítar.
Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Smellið hér á Facebook síðu Múltíkúltíkórsins...

Café Lingua – lifandi tungumál er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Viðburðurinn á Facebook.

Sjá nánar um verkefnið hér á heimasíðunni eða í Facebook-hópnum Café Lingua - lifandi tungumál.

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is