
Um þennan viðburð
Barnamenningarhátíð | Langspilstilraunir
Nemendur í 7. bekk Borgaskóla blása til tónleika á Barnamenningarhátíð og deila afrakstri langspilssmiðja undir leiðsögn langspilsleikarans og þjóðfræðingsins Eyjólfs Eyjólfssonar. Í smiðjunum lærðu nemendurnir að tileinka sér undirstöðuatriðin í langspilsleik, svo sem plokk með álftafjöðrum, stramm og bogastrok.
Einnig hafa þau fengið þjálfun í samspili með tveimur meðlima kammerhópsins Nordic Affect sem spila á barokkhljóðfæri og raftónlistarmanninum Victor Riley Shepardson sem jafnframt er meðlimur í Intelligent Instruments Lab við Háskóla Íslands.
Tónleikarnir sameina hljóðheim margra langspila, barokkhljóðfæra og gervigreindar í spuna og í flutningi á íslenskum þjóðlögum og barokkverkum. Nemendur koma fram í tveimur hópum og fara tónleikar því fram kl. 12.30 og 13.30 í Borgarbókasafninu Spönginni. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði.
Kíktu á heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins eða á vef Barnamenningarhátíðar þar sem einnig er aðgengilegt yfirlit yfir fjölbreytta dagskrá á Barnamenningarhátíð.
Öll velkomin á tónleikana!
Frekari umsjón veitir:
Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi Nordic Affect
hallasteinunn@gmail.com