Tjaldur
Tjaldur

Um þennan viðburð

Tími
17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar

Vantar þig tjald?

Fimmtudagur 12. maí 2022 - Laugardagur 11. júní 2022

Fimmtudaginn 12. maí kl. 17:00 opnaði sýning á verkum eftir Jóhönnu Steinunni Hjálmtýsdóttur (Hönnu Steinu) í Borgarbókasafninu Kringlunni. Á sýningunni gefur að líta teikningar unnar með tré/vatnslitum af tjöldum, sem Jóhanna Steinunn hefur teiknað á síðastliðnum tveimur árum. Myndirnar eru í stærðunum 13x18 sm. og 18x24 sm. og eru allar til sölu. Verðið á myndunum er á bilinu frá kr. 5000 til 7000kr. 

Sýningin stendur til 11. júní.

Jóhanna Steinunn hefur alla tíð teiknað og málað mikið í frístundum. Árið 2020 byrjaði hún að teikna tjalda en sá fugl varð fyrir valinu þar sem hana vantaði hann í safnið sitt af útskornum fuglum. Eftir að hafa skoðað tjaldinn rækilega lét hún á það reyna að teikna einn. Henni fannst það svo gaman að hún er enn að. Og nú eru þeir orðnir svo margir að hana langar að athuga hvort það séu ekki fleiri sem vantar tjald.  

Öll velkomin!