Rusted Apocalypse, Alejandro Suárez
Rusted Apocalypse, Alejandro Suárez

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Ryðguð ragnarök

Laugardagur 20. janúar 2024 - Föstudagur 23. febrúar 2024

Myndlistarmaðurinn Alejandro Suárez veltir í verkum sínum fyrir sér hvernig verði umhorfs í heiminum eftir dómsdag. Rústir ýmiss konar véla verða þar áberandi eins og sjá má í verkum hans, sem eru unnin undir áhrifum af fagurfræði steampunk- og dieselpunk- listastefnanna. Verkin á þessari fyrstu einkasýningu Alejandros eru að mestu unnin á striga og notast hann við pappa, plast og önnur fundin efni. Hugmyndin var að skapa allt frá grunni án þess að nota tækni þrívíddarprentunar, að endurvinna sem mest úr umhverfinu. Á sýningunni eru líka nokkur verk þar sem hann málar á pappír með akrýlmálningu, bleki og litablýöntum. Hér kveður við nýjan tón hjá Alejandro sem áður málaði að mestu olíumálverk af landslagi. Hér vildi hann leita út fyrir þægindarammann og skapa eitthvað nýtt.

Alejandro Suárez fæddist í borginni Cordoba í Argentínu árið 1976. Hann flutti til Íslands fyrir 17 árum og hefur verið íslenskum ríkisborgari í rúm 10 ár. Hann man ekki eftir sér öðruvísi en að stunda einhvers konar listsköpun og sótti listnám í heimaborg sinni frá barnsaldri. Síðar varð hann lærlingur hjá listamanni og lauk fjölbreyttum námskeiðum í ólíkum listformum: skúlptur og þrívíddarlist, hefbundnum olíumálverkum, akrýl, teikningum og blandaðri tækni. Hann leitar sífellt nýrra leiða og notar óhefðbundin efni, ögrar sjálfum sér til að finna nýjar leiðir til sköpunar.

Sýningin stendur frá 20. janúar til 23. febrúar, hana má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-18, fös 11-18 og lau 11-16.

Verið velkomin á sýningaropnun laugardaginn 20. janúar kl. 14-16.

Nánari upplýsingar veita:
Alejandro Suarez
alejandrosuarez2006@gmail.com | s: 6922736

Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | s: 4116230