Mæðgur, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Mothers and Daughters, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Mæðgur

Fimmtudagur 2. júní 2022 - Föstudagur 26. ágúst 2022

Ljósmyndarinn Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir sýnir myndir af mæðgum þar sem móðirin er alltaf íslensk en dæturnar eiga allar föður af erlendum uppruna.

Við myndirnar má sjá textabrot frá mæðgunum sjálfum. Þar segja dæturnar meðal annars frá því hvernig þeim líður með að eiga tvö heimalönd og hvernig sé að búa á Íslandi og vera af blönduðum uppruna. Mæðurnar segja sömuleiðis frá því hvernig er að eiga börn af blönduðum uppruna. Á sýningunni gefur að líta fallegan fjölbreytileika og einstök mæðgnasambönd.

Gunnlöð er búsett í Reykjavík, hún lauk námi við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 2015, Ljósmyndaskólann árið 2018 og árið 2019 lauk hún meistaranámi við Elisava háskólann í Barcelona.

Hún hefur búið í Bretlandi, Kólumbíu og á Spáni og sækir mikinn innblástur til þeirra landa. Gunnlöð hefur sérhæft sig í portrettljósmyndun en tekur að sér ýmis verkefni auk þess að vinna að eigin verkum.

Verkið Mæðgur varð fyrst til á vinnustofu í Ljósmyndaskólanum árið 2017. Síðan þá hefur það verið í hægri vinnslu og þróun og er nú loks komið að því að sýna afraksturinn. 

Mæðgur er sumarsýning Borgarbókasafnsins í Spönginni. Hún mun standa yfir frá 2. júní til 26. ágúst og hana má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10:00-19:00 og fös kl. 11:00-18:00.

Heimasíða Gunnlaðar 
instagram Gunnlaðar 

 

Frekari upplysingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is