
Um þennan viðburð
Sýning | Litaprufur
Bergþór Gunnarsson sýnir olíumálverk á striga.
Á sýningunni er málverkasería þar sem Bergþór leitast við að gera sérstaka litapallettu fyrir hvert verk. Við vinnuna notaði hann m.a. nokkrar breiddir af límbandi sem auðveldaði honum verkið við myndbygginu og formsköpun. Stærð allra verkanna er 90x90 cm en eftir nokkra athugun þá kom sú stærð best út fyrir þá abstrakt nálgun sem notuð er við verkin. Að sögn Bergþórs hefur vinnuferlið hjálpað honum við að ná sér á strik eftir kulnun og síþreytu sem hann hefur átt við að glíma að undanförnu. Vinnuþrekið fór úr um 20 mínútum í 2-3 tíma á dag.
Bergþór útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist AKI- Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede, Hollandi árið 1996. Um árabil sinnti hann ekki myndlistinni en hefur undanfarin sex ár verið að endurnýja kynni sín við listagyðjuna.
Nánari upplýsingar:
Katrín Guðmundsdóttir
Borgarbókasafninu Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is