Sýning | ABSENCED
ABSENCED er myndlistarsýning með gjörningaívafi. Sýningarstjóri er listamaðurinn og aðgerðarsinninn Khaled Barakeh. Á sýningunni munu vélar framleiða og standa fyrir verkum listamanna sem hefur verið slaufað, ritstýrt, hótað eða refsað í Evrópu fyrir að opinbera stuðning sinn við Palestínu. Sýningin var áður sýnd í Borgarbókasafninu í Malmö árið 2024.
Með uppgangi popúlisma standa listamenn frammi fyrir fordæmalausri ritskoðun, lagalegum afleiðingum og ógn við eigið öryggi fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar eða rannsaka umdeild viðfangsefni. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að leggjast á eitt til að skapa opið, aðgengilegt og styðjandi umhverfi þar sem menningarleg og listræn tjáning getur blómstrað í öryggi. ABSENCED bregst við þessum áskorunum með því að skapa vettvang þar sem listafólk getur tjáð sig frjálst og staðið vörð um rétt sinn til tjáningarfrelsis.
Opnun: 15. maí kl 16:30
Sýningin mun standa í Borgarbókasafninu Grófinni fram til 25. maí og er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, Khaled Barakeh og Norræna hússins sem mun hýsa málþingið Art & Democracy: Threats to Artistic Freedom þann 20. maí (aðgangur ókeypis).
Öll velkomin, óháð aldri og tungumáli, aðgangur ókeypis.
Viðburður á Facebook
Nánari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel, Verkefnastjóri fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is