Um þennan viðburð
Naglinn | Bólstrahrönn
Málverkið Bólstrahrönn eftir Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttur er nú til sýnis á Naglanum, Borgarbókasafninu Sólheimum. Naglinn er heiti á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum, þar sem hver sýning samanstendur af einu listaverki sem fengið er að láni úr Artótekinu (www.artotek.is). Unnar Geir Unnarsson starfsmaður í Sólheimasafni valdi verkið að þessu sinni.
Hrafnhildur stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1978 og 1979 og Listaháskóla Íslands 1980 – 1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 – 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs.
Hrafnhildur notar eingöngu olíumálningu í verk sín og málar hún oft verkin út frá broti minningar frá ferðum hennar um Ísland. Myndir Hrafnhildar lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi og kemur vatn kemur fram á flestum myndum hennar, t.d. sem foss, lækur, gjá eða kviksyndi. Það kemur einnig oft fram lítið ljósbrot í gegnum drungalega veðurfarið á myndum hennar.
Áhugasöm geta keypt verk Hrafnhildar eða leigt það, en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.
Hægt er að leigja verkið á 9.000 kr. á mánuði eða kaupa á 320.000 kr.
Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn eða verkið bendum við á heimasíðu Artóteksins: https://artotek.is/
Nánari upplýsingar veita:
Bryndís Ómarsdóttir
bryndis.omarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160
eða
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112