litrík hús úr endurunnum efnum
litrík hús úr endurunnum efnum

Um þennan viðburð

Tími
14:15
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Húsabyggð 2020

Fimmtudagur 4. júní 2020 - Föstudagur 31. júlí 2020

Börnin á frístundaheimilinu Kastala í Húsaskóla hafa í vetur búið til falleg hús úr ýmiskonar efniviði sem þau hafa safnað saman og endurnýtt.

Húsin eru í grunninn búin til úr plastílátum, pappahólkum og öðru sem til fellur og síðan þekja börnin með pappamassa. Þau mála svo húsin og skreyta að vild og má glögglega sjá að persónulegur smekkur hvers barns hefur fengið að njóta sín til fullnustu. Húsin eru sem ævintýri, litrík og nostursamlega unnin.  

Signý Björk Ólafsdóttir leiðbeinandi hefur stýrt verkefninu með aðstoð Hildar Hang Ottósdóttur.

Allir velkomnir.