Júlía og Kamilla Einarsdætur
Júlía og Kamilla Einarsdætur

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | SystraSamSuða

Fimmtudagur 19. nóvember 2020 - Sunnudagur 24. janúar 2021

 Rithöfundarnir og systurnar Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur velja verk úr Artóteki Borgarbókasafnsins og skrifa um þau texta. Verkin og textarnir verða sett upp á sýningu í safninu.  Vegna samkomutakmarkana verður ekki um formlega opnun að ræða en stefnt er að því að bjóða upp á viðburð síðar á sýningartímabilinu.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins.

Verkin eru eftir eftirfarandi listamenn:
Auði Ingu Ingvarsdóttur
Hildi Margrétardóttur
Sigrúnu Eldjárn
Sigurborgu Stefánsdóttur

SamSuða er yfirskrift sýningarraðar í Borgarbókasafninu Kringlunni. SamSuða er stefnumót skapandi einstaklinga þar sem skáld, eitt eða fleiri, velja verk úr Artóteki Borgarbókasafns og skrifa um þau stuttan texta. Verkin geta verið eftir einn og sama listamanninn eða blanda af verkum eftir ýmsa.  Úr þessu verður hálfgerð SamSuða sem sett er upp á sýningu.

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn, sem allir eru félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistamanna. Markmiðið með Artótekinu er að kynna notendum Borgarbókasafns og öðrum íslenska samtímalist og gefa þeim kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is