Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Barnamenningarhátíð | Sýning | Börn mynda

Þriðjudagur 20. apríl 2021 - Laugardagur 24. apríl 2021

Fallega hverfið mitt – Skólalóðin mín er ekki ruslatunna

Börnin úr 3. og 4. bekk á frístundaheimilunum í Grafarvogi sýna ljósmyndir í bókasafninu í tilefni Barnamenningarhátíðar.  
Sýningin er tvískipt, annars vegar „Fallega hverfið mitt“, en þar fengu börnin það verkefni að taka myndir af uppáhalds staðnum eða falinni perlu í hverfinu. Hins vegar “Skólalóðin mín er ekki ruslatunna„ þar sem verkefnið var að safna saman rusli af skólalóðinni, setja saman í hrúgu og taka ljósmynd. 

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-19, fös 11-18 og lau 11-16.

Verið öll velkomin!

 

Nánari upplýsingar veitir:

Harpa Lind Guðnadóttir
Aðstoðarforstöðumaður
Frístundaheimilið Hvergiland – Borgarskóli
Heimasíða: gufunes.is/Hvergiland
Símanr: 4117788- 6955197