Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Spjall og umræður

Þarfir og þekking | Deilum á bókasafninu

Þriðjudagur 30. maí 2023

Beiðna- og framboðsmarkaðurinn er leitt ferli þar sem þátttakendur hittast til að skiptast á þekkingu, hæfileikum, tækifærum og öðru sem þeir hafa uppá að bjóða, og til að greina frá þörfum sem þeir þurfa að fá mætt.

Þetta er skemmtileg og áhrifarík leið til að tengjast fólki, til að verða öruggari í að tjá sig um annars vegar hvað það er sem maður hefur uppá að bjóða og hins vegar hvers maður þarfnast, og til að hefja samræður við áhugavert fólk.

Á beiðna- og framboðsmörkuðum víðsvegar um heiminn hafa þátttakendur fundið launuð störf, tengst fólki með svipaða sýn á lífið, lært skipulagsaðferðir og kynnst manneskju sem hefur orðið trúnaðarmaður viðkomandi. Það hefur sýnt sig að þetta ferli hefur jákvæð áhrif á sjálfsálitið og sjálfstraustið og einnig fjölgað leiðum fólks til að finna gæðavörur og -þjónustu.

Það sem meira er þá hefur það sýnt sig að beiðna- og framboðsmarkaðir hafa virkað hvetjandi á og dýpkað sambönd á milli fólks. Þegar við deilum því sem við getum boðið öðrum þá sjáum við gildi okkar í nýju ljósi um leið og við auðveldum líf annarra. Það sama á við um það þegar við deilum því sem við þörfnumst þá höfum við tækifæri til að finna einhvern sem getur hjálpað til við að leysa allskonar vandamál.

Þegar þátttakandi deilir því sem hann hefur uppá að bjóða eða því sem hann þarfnast ákveður hann staðsetningu, tímasetningu, hvort það sé tímapressa á því sem hann þarfnast og hvort að hann getur borgað/vill fá borgað, getur skipt á einhverju, samið um verð eða hvort viðkomandi bjóði það frítt. Þegar viðburðinum er formlega lokið geta þátttakendur haldið áfram að tengjast í líflegum samræðum sín á milli.

Viðburður á Facebook

Hér er hægt að horfa á stutt myndband til að sjá við hverju má búast:
https://bit.ly/3CFGL7e


Viðburðurinn er gjaldfrjáls.
Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á viðburðinn hér:
https://bit.ly/101OAREReg300523

Frekari upplýsingar:
Tanja Wohlrab
tanja.wohlrab.12@gmail.com