Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Endurhugsa aðgengi og almenningsrými | Torgið

Fimmtudagur 28. október 2021

Hvernig getum við endurhugsað almenningsrými og opnað menningarstofnanir svo þær séu aðgengilegar breiðari hópum samfélagsins? Hvernig skilgreinum við skrefin að aðgengilegri menningarrýmum? Þurfum við að æfa okkur í að flétta ólíkar frásagnir saman eða er bútasaumur vænlegri aðferð þar sem ólík framlög fá að standa hlið við hlið?

Menningarstofnanir sækjast eftir að ná til breiðs hóps notenda. Við viljum tengjast nærumhverfinu og fá fleiri til að taka þátt í mótun starfsins. Í opnu samtali ræðum við leiðir til að rýna með gagnrýnum hætti listræna stjórnun og dagskrágerð innan menningargeirans.

Samtalið er opið öllum, til að hlusta og taka þátt. Kíktu við, þú gætir uppgötvað eitthvað nýtt.

Öll velkomin og þátttaka ókeypis.

Viðburðurinn á Facebook.

Ef þú er með eigið málefni sem þig langar að ræða á bókasafninu, þá erum við opin fyrir nýjum hugmyndum.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir | Verkefnastjóri borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is