Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Deilum ráðum gegn sóun | Opið samtal

Laugardagur 18. febrúar 2023

Ert þú með ráð sem gæti hjálpað öðrum í að vinna gegn sóun? Á bókasafninu getum við hjálpast að, rætt málin og skipst á sniðugum heimilsráðum sem styðja okkur í að taka skref í átt að breyttu neyslumynstri. 

Þátttakendum býðst í lok viðburðar að skrá eigin viðburð gegn sóun í menningardagskrá bókasafnsins og verða samstarfsaðilar bókasafnsins sem styðja okkur í að þróa sjálfbærara samfélag.
Lestu meira hér um Opið samtal bókasafnsins um sjálfbærni.

Opið samtal er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti. Hér könnum við ólík samræðuform og í sameiningu lærum við nýjar leiðir til að ræða málefni sem standa okkur nærri.  

Öll velkomin
Þátttaka ókeypis 

Viðburður á Facebook

 

Ertu í vafa hvort þetta sé samtal fyrir þig?
Sendu mér skilaboð og ég segi þér meira frá vettvangnum Opið samtal

Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is