AFLÝST Café Lingua | Orðaleikir
Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið aflýst.
Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Sjá nánar hér.
Staðsetning viðburðar: Torgið, jarðhæð.
Hámarksfjöldi gesta: 13 - sjá skráningarform neðst á síðunni.
Langar þig að æfa íslenskuna þína og hafa gaman í leiðinni? Við ætlum að spila ýmsa orða- og tungumálaleiki í léttu og vinalegu andrúmslofti. Einnig verður boðið upp á skemmtilega afþreyingu fyrir börn.
Hildur Loftsdóttir, rithöfundur, kennari og blaðamaður hefur umsjón með viðburðinum. Hildur hefur búið til lengri tíma í fjórum löndum og elskar tungumál. Hún hefur kennt íslensku í 9 ár. Fyrst í nokkur ár í New York, en núna í Dósaverksmiðjunni í Reykjavík. Hún hefur skrifað eina barnabók, og önnur kemur út fyrir næstu jól. Hún hefur líka búið til heimildarmynd, kennt listir og prjónaskap, skipulagt menningarhátíð, en lengst af verið blaðamaður á Morgunblaðinu.
Café Lingua – lifandi tungumál er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sjá nánar um verkefnið hér á heimasíðunni eða í Facebook-hópnum Café Lingua - lifandi tungumál.
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is