Um þennan viðburð
Stop motion smiðja
Ertu á aldrinum 10-12 ára og langar til að kynnast stop motion og möguleikum þess? Þessi tækni felur í sér að þú tekur margar ljósmyndir af t.d. legókubbi eða leirfígúru, með smá breytingu í hverri mynd og setur þær svo saman. Úr þessum myndum verður svo til kvikmynd (ísl. hikmynd).
Vigfús Karl Steinsson grúskari, frístundaleiðbeinandi o.fl., ætlar að hjálpa ykkur að virkja ímyndunaraflið og búa til sögu með þessari skemmtilegu tækni.
Öll tæki og tól á staðnum og skráning hefst hér á síðunni 14. apríl.
Sjáumst!
Nánari upplýsingar veitir: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir 411-6160 | sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is