Siðferðisáttaviti gervigreindar

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 17:00
Verð
Frítt
Tungumál
öll tungumál velkomin
Skapandi tækni
Sýningar

Siðferðisáttaviti gervigreindar

Laugardagur 25. janúar 2025

Gagnvirk sýning þar sem þátttakendur Framtíðarfestivalsins upplifa sjálfir hvernig siðferðisáttaviti gervigreindar leiðir til fjölda ólíkra framtíðarmöguleika.   

Hvernig ætlum við að forgangsraða gildum okkar og hver hefur völdin til að forgangsraða þeim? Munu vélar virkilega geta endurspeglað flókið og óreiðukennt siðferði okkar, eða verða þær  aðeins spegill gilda þeirra sem skapa gervigreindina?  

Siðferðisáttaviti gervigreindar er staðsettur inni á Verkstæðinu á 5. hæð og sýningin opin gestum og gangandi á opnunartíma bókasafnsins.   

Öll velkomin og þátttaka ókeypis.  

Sýning á Facebook 

Sýningin er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins, Sjá heildardagskrá HÉR

Vakin er athygli á kynningu um Gervisiðferði – hver mun eiga gildin okkar?  á vegum Samtaka um mannvæna tækni kl. 13:30-15:00 á 5. hæð í Grófinni.   

Frekari upplýsingar veita: 
Gamithra Marga og Aþena Ýr Ingimundardóttir 
Samtök um mannvæna tækni 
gamithra@mannvaen.is