Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Húslestur í skammdeginu | Elísabet Jökuls og Jónína Leós

Miðvikudagur 22. janúar 2020

Í vetur fáum við góða gesti til okkar einu sinni í mánuði með sína uppáhaldstexta undir hendinni. Að þessu sinni eru það rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Jónína Leósdóttir en þær munu lesa fyrir okkur stutt brot hvaðanæva að og deila með okkur töfrunum sem búa í hinu ritaða orði.

Frítt er inn og við hvetjum fólk til að taka með sér handavinnuna, slökkva á snjalltækjunum og njóta þess að dvelja í augnablikinu. 


Elísabet Jökulsdóttir er rithöfundur og skáld og hefur gefið út fjölda ljóðabóka, leikrit og skáldsögur. Hún hlaut Fjöruverðlaunin, bókemenntaverðlaun kvenna, fyrir ljóðabókina Ástin er ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett árið 2015. Þá var hún tilnefnd til Menningarverðlauna DV og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sömu bók. Árið 2018 hlaut Elísabet viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf sín.

Jónína Leósdóttir hefur skrifað endurminningabækur, skáldsögur og barna- og ungmennabækur. Árið 2013 kom út eftir hana bókin Við Jóhanna þar sem hún skrásetti sögu sína og eiginkonu sinnar, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hlaut mikið lof. Árið 2016 birtist fyrsta bókin í bókaflokknum vinsæla um eftirlaunaþegann Eddu sem leysir glæpi, en von er á fimmtu bókinni um Eddu á næstu vikum.
 

Næstu húslestrar verða: 

Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20:00

Miðvikudaginn 18. mars kl 20:00 Gestir: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson 

 

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 

gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 661-6178