Á ystu nöf | Sýning
Helgi Þórsson (f. 1975) hefur um árabil búið í Belgíu en er nú fluttur heim. Helgi nam myndlist í Hollandi og lauk BA gráðu í myndlist úr Gerrit Rietveld Academie árið 2002, og að lokum MA gráðu í myndlist úr Sandberg Institiut, bæði í Hollandi, árið 2004. Verk Helga eru skrautleg, litrík, persónuleg og sérstök. Hægt er að kynna sér verk Helga Þórssonar betur á síðunni helgithorsson.com
Nú eru tímamót ég stend á krossgötum og er líka í tímaflakki nýkominn frá Belgíu þar sem ég hef verið að daðra við listagyðjuna síðustu árin, sú umtalaða hefur gefið mér undir fótinn annaðslagið en skilur mig alltaf eftir í efanum og því meira sem ég rembist versnar staðan, nú er svo komið ég veit ekki hvort ég sé að koma eða fara en er víst á réttri leið samkvæmt stjörnuspánni.
Á sýningunni minni í Gerðubergi mun ég bjóða upp á samsuðu af því nýjasta frá Belgíu og því glænýjasta frá síðustu dögum ársins 2019 og 2020 á Íslandi. Ég hyggst vinna nokkrar hugmyndir í járn og er innblásinn af Gerðubergi sjálfu. - Helgi Þórsson.
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar 11. janúar kl. 15:00.
Hægt verður að skoða sýninguna á opnunartíma hússins - sjá hér.
Húsið er opið alla virka daga frá kl. 08:00 - 18:00, nema á miðvikudögum en þá er opið til 21:00. Um helgar er opið frá 13:00 - 16:00.
Viðburður á Facebook / Information in English on Facebook.
Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 698 0298