Liðnir viðburðir
Vinnustofa - Orð um ímyndaða framtíð
Fimmtudagur 21. mars 2024
AIVAG býður þér að skrifa framtíðina eins og þú vilt sjá hana. Meðlimir AIVAG (Artist in Iceland Visa Action Group) safna framtíðarhugmyndum í textaformi sem sett verða saman í hefti (e. zine).
Þetta er tímabundinn staður fyrir ímyndunaraflið. Hér skrifum við framtíðina sem okkur dreymir um. Í hvers konar heimi viljum við vera? Við deilum reynslu og áskorunum sem listamenn búa við og skrifum saman raunveruleika þar sem réttindi listafólks eru virt.
Öll velkomin, þátttaka ókeypis
"Orð um ímyndaða framtíð" með AIVAG er hluti af verkefninu Stofan | A Public Living Room.
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is