Bakhlið á konu sem er að vinna í vínylskera

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Vika vitundarvakningar um trans málefni | Vínylsmiðja

Þriðjudagur 15. nóvember 2022

Vika vitundarvakningar um trans málefni stendur yfir frá 13.-19. nóvember.

Af því tilefni verður Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal með dagskrá alla vikuna. 

Lærðu að prenta límmiða í vínylskeranum okkar!

Það sem við skerum í vínylskeranum eru límmiðar sem hægt er að festa á veggi, glugga, gler, spegla, hluti eins og símahulstur, brúsa, pappír, box o.fl.

Einnig verður boðið upp á að pressa vínyl á tau en þá þarf fólk að koma með sinn eigin efnivið til þess, t.d. bol, taupoka, tösku o.s.frv.

Vínyll í öllum regnbogans litum en sérstaklega ljósbláum, ljósbleikum og hvítum.

Sýnum samstöðu í handverki!

 

Öll velkomin!

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá

 stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is