Liðnir viðburðir
Vatnslitun með Jitku
Fimmtudagur 16. nóvember 2023
Á viðburðinum lærir þú grunntækni í vatnslitun og færð aðstoð við að gera þitt eigið málverk. Það skiptir ekki máli hvort þú ert byrjandi eða lengra komin, Jitka Hermankova verður á staðnum til að leiðbeina og hjálpa.
Það verða vatnslitir og blöð á staðnum, en fólk má endilega koma með sínar eigin vörur ef það vill. Málum saman og slökum á!
Jitka er búsett á Akureyri og kemur sérstaklega til Reykjavíkur til að halda vinnustofuna í umhverfi bókasafnsins í Grófarhúsi.
Öll velkomin, ekkert þátttökugjald
Viðburðurinn er hluti verkefnisins Vettvangur samsköpunar og er styrkt af Bókasafnasjóði og Byggðarannsóknasjóði.
Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is