
Um þennan viðburð
Tungumálafjör með Silly Suzy
Vinalegi trúðurinn Silly Suzy hefur ferðast alla leið frá Ameríku til að kynnast nýjum vinum og læra um ný tungumál. Hún hlakkar til að sýna sirkúslistir sýnar og kenna gestum nýja leiki. Saman munu þau læra meira um tungumálin sem töluð eru í Reykjavík og hvernig hægt er að tala saman án þess að tala sama tungumálið.
Öll velkomin að koma og njóta sirkusatriða og læra ný tungumál.
Kakó lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi. Viðburðirnir eru allir staðsettir á Borgarbókasafninu í Kringlunni og þátttaka er ókeypis. Þessi viðburður er fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt, en þau yngstu gætu gætu þurft á hjálp frá foreldri að halda.
Seinast, en alls ekki síst, verður alltaf heitt kakó á boðstólnum.
Nánari upplýsingar veitir:
Glódís Auðunsdóttir, bókavörður
glodis.audunsdottir@reykjavik.is