Tilbúningur | Pappírsrósir
Lærðu að búa til þessar gullfallegu pappírsrósir!
Mættu á Tilbúning í Spönginni og lærðu að föndra þessar fallegu rósir úr pappír. Það er auðveldara en það lítur út fyrir að vera! Þær geta verið úr gamalli bók, vandlega skreyttar eða hvernig sem er. Þú ræður!
Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar.
Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | ✆ 411-6237