Um þennan viðburð
Tilbúningur | Bókabox
Búum til box sem líta út eins og bækur!
Komdu á Tilbúning í Spönginni og lærðu að búa til bókabox — litla hirslu sem lítur út eins og bók! Þessir kassar eru fullkomnir til að varðveita eitthvað háleynilegt, eða sem gullfalleg gjafaaskja.
Börn yngri en 12 ára ættu að vera í fylgd fullorðinna sem geta aðstoðað þau.
Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar.
Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | ✆ 411-6237