Um þennan viðburð
ÞÆR | Leiklestur á verki í vinnslu
Þær mætast aftur. Á bar í miðbænum hittast tvær ungar konur fyrir tilviljun eftir að hafa ekki sést lengi. Er uppgjör óumflýjanlegt?
Í sumar vinnur Thea Snæfríður Kristjánsdóttir að leikriti sínu ÞÆR sem fjallar um eftirmál ástarsambands tveggja ungra kvenna og samskipti þeirra. Í verkinu er tekist á við spurningar um þörf manneskjunnar fyrir uppgjör og sjálfseyðingarhvötina sem getur falist í endurtekningu sársaukafullra samskipta.
Á vinnutímanum, meðan handritið er í mótun, verða brot úr verkinu leiklesin á fjórum viðburðum. Sá fyrsti verður föstudaginn 7. júní á fimmtu hæð á Borgarbókasafninu Grófinni. Þá verður sama brotið úr leikritinu lesið þrisvar, klukkan 12:00, 12:40 og 13:20.
Leiklesarar: Salka Gústafsdóttir og Steinunn Lóa Lárusdóttir.
Verkefni á vegum Listhópa Hins hússins sumarið 2024.