Perlverk eftir Eirík Boga af Harry Potter
Harry Potter í svart hvítu

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Sýning | Perlheimur Harry Potters

Föstudagur 8. desember 2023 - Sunnudagur 3. mars 2024

Að þessu sinni eru perluverk á sýningarveggnum í Árbænum.

Verkin eru unnin af Eiríki Boga Guðnasyni nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi.

Eiríkur hefur unnið ýmis störf meðfram náminu s.s. í verslun og á lager.

Viðfangsefni Eiríks á sýningunni eru brjóstmyndir í svarthvítu af aðalpersónum í Harry Potter. Nokkrar aukapersónur og vinir Harry Potters fá þó að fljóta með.

Eiríkur hefur perlað árum saman og þá oft persónur úr myndasögum sem hann les gjarnan. Í byrjun perlaði hann myndir í venjulegri stærð en síðustu fimm árin eða svo hefur hann einbeitt sér að stórum perluverkum.

 

Viðburðurinn á facebook 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir 
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is  |  411 6250