Um þennan viðburð

Tími
12:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Aldur
13 - 16
Liðnir viðburðir

Sumarsmiðja | 13-16 ára | Bókasafnið á filmu

Mánudagur 26. júní 2023 - Föstudagur 30. júní 2023

Komdu í smiðju með Lukas Gregor Bury og skoðaðu bókasafnið frá nýju sjónarhorni, í gegnum linsuna á gamaldags filmumyndavél. Í smiðjunni verður fræðsla um hvernig filmumyndavélar virka og farið yfir helstu stillingar á myndavélinni. Við horfum í kringum okkur, horfum í gegnum linsuna, tökum myndir, skoðum myndir, spáum og spekúlerum. 

Smiðja þar sem ímyndunarafl og sköpunargáfa fá að njóta sín.

Smiðjan er á íslensku, ensku og pólsku og er kennd dagana 26.-30.júní á milli 12:00-14:00.

Lukas Gregor Bury er myndlistarmaður og er með MA-gráðu frá Listaháskóla Íslands.

Gott er ef þátttakendur geta komið með myndavél, ef það er ekki hægt útvegar bókasafnið myndavél.

 

Skráning er hafin á sumar.vala.is

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur 

saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255