Sögu- og teiknismiðja | Sögur af afa og ömmu
Hvernig léku þau sér? Var gaman að vera barn á þessum tíma?
Afi og amma hafa frá ýmsu að segja. Undanfarnar vikur höfum við safnað sögum frá eldra fólki sem sækir félagstarfið í Gerðubergi. Þau hafa rifjað upp atburði frá því þau voru börn og á þessum viðburði ætla þau að segja börnunum þessar sögur. Þau segja okkur frá eftirminnilegum atvikum og hvernig lífinu var háttað í gamla daga þegar ekki var til snjallsími, sjónvarp né tölva.
Á eftir leiðir Hlíf Una teiknari listasmiðju og aðstoðar börnin við að teikna eitthvað úr sögunum eða bara undir áhrifum frá þeim. Hlíf Una var tilnefnd sem myndhöfundur til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir - Í huganum heim. Hún hefur hefur myndskreytt fjölda barnabóka og einnig bækur fyrir fullorðna. Meðal annars myndskreytti hún bækurnar; Sólstafir, Ótrúlegt en satt; ævintýri Dísu og Stjörnu, Þegar nóttin sýnir klærnar og Í huganum heim.
Sögustund og listasmiðja eru haldin í Bakka á efri hæð Gerðubergs og ætluð börnum 5 ára og eldri. Þau yngri í fylgd með fullorðnum.
Þessi viðburður er hluti af Barnamenningarhátíð 2022. Dagskrá Barnamennigarhátíðar má finna HÉR
Nánari upplýsingar
Ólöf Sverrisdóttir
olof.sverrisdottir@reykjavik.is
664-7718